Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

Miðaldadagar á Gásum

Miðaldadagar 2017

það verður líf og fjör á Miðaldadögum á Gásum 2017.  Þeir verða haldnir dagana 14. - 16. júlí.


Á hátíðinni er stundaður kaupskapur, handverk og ýmsir leikir. Á Gásum var þjónusta við kaupmenn og vinnsla á útfluttningsvörum. Nú er kola- og brennisteinsgerð stunduð á svæðinu og eldsmiðir eru að störfum. Kaðlagerð, skinnverkun og matargerð eru nokkur af mörgum verkum sem unnin eru á Miðaldadögunum.

Einnig er boðið upp á leiðsagnir um fornleifasvæðið sjálft 

Hátíðin stendur frá kl. 11:00 - 17:00 föstudag til sunnudags. 

 

Kaupmenn selja miðaldavarning

Handverksfólk við vinnu - vattarsaumur, leirverk, tréskurður o.fl.

Eldsmiðir við störf

Bardagamenn

Seiðkona

Miðaldamatur

Kaðlagerð

Knattleikur og bogfimi - Gestir geta æft sig í að skjóta af boga

Kolagerð og brennisteinshreinsun

Tilgátuleiðsögn

Refsingar á almannafæri - Lendir einhver í gapastokknum? Fúlegg til sölu! 

 

Aðgangseyrir: 

Fullorðnir: 1600 kr - 15 ára og yngri: 800 kr - Börn minni en miðaldasverð: Frítt

Fjölskyldumiði: 5000 kr (2 fullorðnir og 3 eða fleiri börn) 

 

 

Gásakaupstaður ses

Umsjón með Miðaldadögum á Gásum hefur Ragna Gestsdóttir
Netfangið er ragna@minjasafnid.is og símanúmerið 462 4162 eða 867 8683

 

Mynd augnabliksins

HG__5797.jpg

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

  • islenska
  • english

Framsetning efnis