Gásir

Gásir við Eyjafjörð

Flýtilyklar

Miðaldadagar á Gásum

samstarf

Gásaverkefnið

Gásaverkefnið sem sett var af stað 2001 tók til fornleifarannsókna, gróðurfars- og fuglarannsókna auk kynningar- og fræðslumála fyrir almenning. Að því stóðu Minjasafnið á Akureyri, sem sér um verkefnisstjórn, Þjóðminjasafn Íslands, Fornleifastofnun Íslands, sem sér um fornleifarannsóknirnar, Ferðamálasetur Íslands, sem hafði á höndum sér fræðslu- og kynningarmál, Náttúrufræðistofnun ríkisins, Akureyrarsetur, sem ber veg og vanda af fugla- og gróðurfarsrannsóknunum. Auk þess eiga Hörgárbyggð, Umhverfisstofnun, náttúruverndarsvið, RALA á Möðruvöllum, Ferðamálráð Íslands, Gásafélagið og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sæti í samráðshópnum.

Samstarfsamningur um uppbyggingu

Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri Hörgárbyggðar, Þórgnýr Dýrfjörð menningarfulltrúi Akureyrarbæjar og Guðrún M. Kristinsdóttir, forstöðumaður Minjasafnsins undirrituðu samninginn

18. desember var undirritaður verkefnasamningur milli Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um uppbyggingu ferðamannastaðar á miðaldakaupstaðnum Gásum í Eyjafirði. Undirskriftin fór fram í Skötuveislu um borð í Húna II sem liggur við Torfunesbryggjuna á Akureyri.

Samstarfssamningurinn kveður á um áframhald þeirrar vinnu að gera minjar hins forna Gásakaupstaðar aðgengilegar og koma fót góðri aðstöðu og sýningu fyrir gesti og gangandi. Mjög miklir möguleikar eru taldir liggja í því fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í Eyjafirði. Hörgárbyggð mun annast stjórnsýslu verkefnisins, Minjasafnið mun stýra því faglega og leggja til verkefnisstjóra og Akureyrarstofa mun koma að þróun verkefnsisins fyrir hönd Akureyrarbæjar. Stefnt er að því að í framtíðinni verði verkefnið rekið stjálfstætt og að því komi þeir fjölmörgu aðilar sem hagsmuni hafa af því að það takist vel.

Verkefnastjórn

Kristín Sóley Björnsdóttir er verkefnisstjóri Gásaverkefnisins, sem sér um kynningu og fjármögnun verkefnissins. Hún hefur einnig haft veg og vanda að skipulagningu viðburða á Gásum.

Kristín lauk B.A. námi í þýsku við HÍ árið 1996, B.S. námi í menningarlandafræði með áherslu á ferðamál árið 2001 og mastersprófi á sama sviði frá Viðskiptaháskólanum í Gautaborg árið 2002. Hún vann áður sem sérfræðingur hjá Ferðamálasetri Íslands þar sem megin áhersla hennar var á menningartengda ferðaþjónustu

Erlend tengsl

Á síðustu árum hafa myndast tengsl við hliðstæðar stofnanir á Norðurlöndunum, sérstaklega við Middelaldercenteret í Danmörku. Nánar hér.

Gásakaupstaður ses

er sjálfseignarstofnun stofnuð af Akureyrarbæ, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandahreppi, Minjasafninu á Akureyri, Handraðanum - miðaldahóp og Gásafélaginu. 

Mynd augnabliksins

tjaldverslun.JPG

Póstlistar


...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Deildarval

  • islenska
  • english

Framsetning efnis